sunnudagur, nóvember 27, 2005

Ambögur í fjölmiðlum

Þar sem ég sat og snæddi morgunverð og fletti í gegnum Moggann, rak ég augun í heilsíðuauglýsingu frá Veiðihorninu. Efst á henni segir orðrétt: ,,Nú getur þú látið þig hlakka til sumarsins því það er stutt til jóla" Látið þig hlakka?!? LÁTIÐ þig hlakka?!?? ,,Ég hlakka" rétt eins og ,,ég fer". Það dytti engum í hug að láta út úr sér ambögu á borð við ,,Nú getur þú látið þig fara í sumarbústað um helgina"; maður getur bara farið. Eins getur maður bara hlakkað til einhvers. Maður ,,lætur sig" ekki hlakka.
uppfærsla: Önnur tillaga að augl.texta væri: ,,Nú getur þú farið að hlakka til sumarsins ..."

Fyrir téðan morgunverð átti ég stund með Fréttablaðinu. Í Fréttum af fólki er m.a. lítil og ljót málsgrein. Hún hljóðar svo: ,,Tom Cruise og Katie Holmes ætla að bíða eftir að barnið þeirra fæðist þangað til þau ákveða að giftast." Ésús. Af samhenginu við annan texta má skilja að þau ætli að bíða með að ákveða brúðkaupsdag þar til barnið er fætt. En hver þýðir svona lagað?!??

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home