miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Yndisseiður

Jæja, börnin mín blíð og smá.
Ég hef ekkert að segja, en þar sem netið býður upp á nær óendanlega möguleika til upplýsingaflæðis þá ætla ég að notfæra mér það og ,,plögga'' vinafólk mitt sem er með vefverslunina Yndisseiður og selur þar eigin framleiðslu á handunnum vörum úr náttúrulegu hráefni; baðbombur og baðsölt og sápur og olíur o.fl. Er þetta ekki eitthvað sem væri tilvalið til jóla- og tækifærisgjafa?

Tók einhver eftir því að ofangreind færsla inniheldur aðeins 3 punkta, þar af tvo í skammstöfun. Að auki innihélt hún tvær kommur, eina ,,semikommu'' (?) og eitt spurningarmerki.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home