fimmtudagur, desember 08, 2005

Nýtt útlit

Nýtt útlit. Hermdi eftir Laufeyju sem veitti mér góðfúslega leyfi sitt, og kann ég henni miklar þakkir fyrir.

Kammerkór Hafnarfjarðar hélt tónleika þrjú (3) kvöld í röð; mán. - þri.- og miðv.kvöld og sökum þess og annara anna hefur ekkert verið bloggað. En ég heiti því að ráða á því bót í næstu viku.
Í næstu viku kemur Laufey líka heim, svo ég sé fram á góða tíma framundan.

Meðan "gamla" útlitið stóð yfir notaðist ég við heldur minni stafagerð en þessa, spurning hvor komi betur út núna. Þið hafið öll atkvæðarétt. Úrslitavaldið er þó mitt.

5 Álit yðar:

At 9/12/05 15:00, Blogger Þarfagreinir said...

Mér finnst þetta útlit alls ekki til ama. Það er hlýlegt og stílhreint, og dálítið litríkara en hið gamla, þó að það hafi reyndar verið nokkuð gott líka.

 
At 9/12/05 16:23, Blogger Babar1 said...

Þessa nýju stafastærð er betra að lesa

 
At 10/12/05 13:16, Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst betur á þetta svona. Fallegri litir og svo ég er alltaf sökker fyrir grænu *ljómar upp í grænni birtu (ekki Bárði og Birtu þó)*

 
At 30/12/05 16:34, Anonymous Nafnlaus said...

BLOGGA!!!

 
At 30/12/05 22:21, Blogger Þarfagreinir said...

JÁ!

*Urrar*

 

Skrifa ummæli

<< Home