laugardagur, desember 31, 2005

Áramót

Áramótin eru óðum að renna upp og slík hegðun alheimsins hefur óhjákvæmilega einhverskonar uppgjör í för með sér. Maður lítur um öxl yfir farinn veg og skoðar úr fjarlægð allt sem maður hefur gert og komið í verk, og sömuleiðis það sem komst ekki í verk eða hlaut sín eðlilegu endalok og liggur manni mis lifandi fyrir hugskotssjónum í skúffu merktri "hér vantar bara herslumuninn, og nennu (fíbbl!)". Og maður áttar sig á að með nýju ári handan við hornið er ekkert sem maður getur gert í stöðunni, reikningsstaða næsta árs mun óhjákvæmilega flytja með sér nokkra ljóta og gráa mínusa í bland við plúsana. Sé maður óheiðarlegur gagnvart alheimnum og alheimslífsklukkunni þá "lagfærir" maður bókhaldið með því að skrá allar litlar og ómerkilegar gjörðir sem fullgilda plúsa, en "gleymir" jafnframt að skrá ókláruðu verkin sem mínusa. Eða flytur þau, svo lítið ber á, niður í skúffu merkta "ókláraðar hugmyndir sem eru ekki, og hafa aldrei verið, góðar. Endurvinnist" svona rétt yfir áramótin á meðan verið er að vinna uppgjörið. Svo er hægt að færa þessar óloknu gjörðir aftur upp í herslumuns-skúffuna eftir uppgjörið, því á nýju ári eru allar samviskur hreinar og heilt ár fram að næsta uppgjöri.

2 Álit yðar:

At 1/1/06 17:28, Anonymous Nafnlaus said...

Hjá mér er þetta meira svona 'Hefðir átt að gera, en slepptir' og 'Hefðir betur sleppt' skúffur.
Eins sorglegt og það nú er.

 
At 1/1/06 19:29, Anonymous Nafnlaus said...

Já svona er lífið

 

Skrifa ummæli

<< Home