þriðjudagur, janúar 24, 2006

Þessi lönd hef ég heimsótt :create your own visited country map
or check our Venice travel guide


Það er greinilegt að ég er ekki að standa mig hvað S-Ameríku og Asíu varðar. Glatað, maður.

Spörningar, spörningar. Lífið er ejn stór spörning.
En lífið er líka leikur. Og til að sameina þetta tvennt er hér hinn stórskemmtilegi spörningaleikur sem nú gengur aftur um netið og sameinar alla aldurshópa - brjálað fjölskyldufjör! Ekki missa af því!
Reyndar er mín afsökun fyrir þessari eftirhermu sú að ég asnaðist til að svara spuningum hjá Litla Laufblaðinu og játaði það víst á mig að setja þetta á bloggið mitt, hvort sem hún mun svo skrifa um mig eður ei.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin(n) af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

sunnudagur, janúar 22, 2006

caché


Fór að sjá frönsku myndina Caché í gær. Skildi hana ekki. Fannst hún hvorki enda né innihalda nægilega góða framvindu sögunnar. Leikurinn var frábær, en ég er fegin að ég borgaði mig ekki inn á hana.
Þeir sem hafa séð og fengið botn í lok myndarinnar eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram og útskýra niðurstöðuna fyrir mér.

föstudagur, janúar 20, 2006


Fór að sjá Memoirs of a Geisha í gær. Snilldarmynd.

You Are Likely an Only Child

At your darkest moments, you feel frustrated.
At work and school, you do best when you're organizing.
When you love someone, you tend to worry about them.

In friendship, you are emotional and sympathetic.
Your ideal careers are: radio announcer, finance, teaching, ministry, and management.
You will leave your mark on the world with organizational leadership, maybe as the author of self-help books.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Ég mæli með að fólk lesi Smáborgarann á bls. 38 í Blaðinu í dag.
Ég mæli líka með að fólk fari á heimasíðu Félags Tónlistarnema og setji nafn sitt á undirskriftalistann ef því finnst baráttan réttmæt.

Kaup dagsins er bók; 6,000+ Essential French Words. Nú verð ég að fara að taka frönskuna með trukki til að geta réttlætt þessi kaup.

mánudagur, janúar 16, 2006

geisladiskaútsala 12 tóna

Ég brá mér á útsölu hjá 12 tónum í morgun og kom heim með :

Orgelverk eftir J.S. Bach, 6 diskar
Basso profondo - hinir sérstæðu rússnesku ofurbassar
Stalin - Vater unser
Helmut Lachenmann - Das Mädchen mit dem Schwefelhölzern (Musik und Bildern nach dem gleichnamigen Märchen von H.C. Andersen und Texten von Leonardo da Vinci und Gudrun Ensslin)
Russian Orthodox chant - Sofia Orthodox Choir
Junip - Black Refuge EP
Adem - Homesongs
The world of Greek music - ýmsir

og svo fékk ég Tripper með Efterklang (eða öfugt?) í kaupbæti, þar sem ég var ein af fyrstu 100 kaupendunum.

Nú verður spennandi að vita hvort ég hef eytt peningunum mínum í eitthvað skynsamlegt eða hvort ég hefði betur farið í áfengisverzlun og keypt bjór.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Morituri te salutamus! *

Ritsjórar DV búnir að segja af sér. Nýr ritstjóri tekinn við. Nýir og bjartari tímar framundan. Eða svo vonum við.

Síðast póstaði ég fjöldasendan póst sem mér barst og hvatti fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista vegna skrifa DV, ég nenni ekki að útlista þetta nánar þar sem flestir vita væntanlega um hvað er að ræða.
Nema hvað, að þessi tiltekna færsla hefur sankað að sér mun fleiri og ítarlegri "kommentum" en nokkur önnur, og ég veit ekki hvort ég á að taka því sem persónulegri höfnun, að það sem einhver annar skrifar og ég afrita-lími á mína síðu skuli vekja meiri og djúpstæðari viðbrögð en nokkuð sem mér dettur sjálfri í hug. Hitt er þó kannski líklegra að málefnið sem sú færsla tengdist hafi eitthvað haft um það að segja. Kannski ég mæri Kárahnjúkavirkjun næst þegar mig vantar líf á bloggið.

Hvað umfjöllun DV og sjálfsvíg hins meinta misnotara varðar, þá eru það mun fremur þau meðöl sem DV beitti heldur en það að "flett hafi verið ofan af kauða" sem fara fyrir brjóstið á mér. Mér finnst það nákvæmlega engin afsökun að segja að svona fréttir höfði til fólksins, fólkið hafi rétt á að vita (fólk hefur líka rétt á almennum réttarhöldum í stað dómstóli götunnar (e. lynch mob)) og að fólk kaupi/lesi þetta. "Lýðurinn vill þetta!" voru líka rökin fyrir hringleikjahúsum Rómverja á sínum tíma, keisarar áttu það á hættu að tapa fylgi ef þeir sáu þegnum sínum ekki fyrir nægum blóðsúthellingum í hringnum. Og auðvitað vill fólk alltaf meira, it's a flaw in the design. Engum (vona ég) dytti í hug að dæla sælgæti í leikskólabörn og hvítvoðunga á þeim forsendum að þetta væri það sem þau vildu. Og alltaf að auka skammtinn því "þeim finnst þetta æðislegt!"

Hinni vestrænu mannskepnu er það einhvernveginn eðlislægt að gleðjast yfir óförum annara og nærast á slúðri og njóta þess að hneykslast, en mér finnst ENGIN ÁSTÆÐA að ala þetta upp í fólki og auka ef eitthvað er!!
* Við sem skulum deyja, heilsum þér.
Ávarp skylmingarþræla til keisara.

(Í alvöru Elín, ég trúði því að þú fílaðir DV!)

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Áskorun til DV

Fékk eftirfarandi sent í dag, finnst rétt að koma þessu áfram. Afritaður póstur er því settur hér í stað þess að fjöldasenda hann á fólk. Ég hvet fólk eindregið til að setja nafn sitt á undirskriftalistann.

"Sæl,
Mig langar að benda ykkur á vef sem tekur við nöfnum þeirra sem vilja skora á blaðamenn, ritstjórn og útgefenda DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Augljóslega kemur áskorunin til af því að forsíðufrétt blaðsins í gær sálaði sér í kjölfar birtingarinnar. Jafnframt eru eigendur og útgefendur blaðsins minntir á þá samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að gefa út fjölmiðil.

http://www.deiglan.com/askorun/

Ég þekkti hann Gísla ágætlega. Hann var einn af frumherjum skipulögðra gönguferða á Hornströndum og ég fór með honum nokkrum sinnum. Gísli var fær penni og skrifaði margar af þeim leiðarlýsingum sem eru til td í ársritum Útvistar, með því bjó hann til margar af helstu og vinsælustu gönguleiðunum á þessu vinsæla göngusvæði. Hann fór líka nokkrum sinnum með hesta umsvæðið og kannaði möguleika á hestaleiðum.

Gísli lenti í því sem ungur sjóðmaður að hendi hans festist í línu og hendin slitnaði af honum. Á þeim tíma voru ekki til þyrlur eða að það væri morfín um borð í minni bátum. Það var bundið fyrir stúfinn og hann síðan bundin niður á þilfarið svo hann færi sér ekki að voða í sársaukanum það var svo 6 tíma sigling inn til Bolungarvíkur þar sem hann var alla tíð.

Hann var fjörgur og virkur penni, blaðamaður, gaf út bækur með söfnum af skemmtilegum sögum af samtímamönnum. Mikill jafnaðarmaður og tók þátt í þeim flokki. Það sem ég sá til hans á mínum Hornstrandaferðum benti nú til þess að "limaburður hans" væri ákaflega eðlilegur eins og sagt er og hann steig í vængin við konur. Gísli var gegnheill og heilsteyptur og góður félagi og frábær vinur.

Hafi DV fundið hjá sér þörf að fjalla um áburð þessara pilta hefði fréttin, svona miðað við mannlega og eðlilega "standarda", verið einhvern veginn svona á innsíðu:
Piltar saka heimakennara um kynferðilslega áreitni. Málið er í rannsókn.

Það að taka manninn af lífi með myndbirtingu og nafngreiningu á forsíðu, þar sem blaðið ásakar, kærir og dæmir í málinu án þess að hann fái að koma við vörnum eða um málið sé fjallað af rannsóknaraðilum áðir er ógeðfellt alveg sama hvernig á það er litið. Það segi ég algjörlega burtséð frá því hvort eitthvað sé til í áburði piltanna.
Uppsetning og val frétta DV hefur oft á tíðum borið einkenni rætinnar mannvonsku.
Bestu kveðjur - Guðmundur Gunnarsson"