Fékk eftirfarandi sent í dag, finnst rétt að koma þessu áfram. Afritaður póstur er því settur hér í stað þess að fjöldasenda hann á fólk. Ég hvet fólk eindregið til að setja nafn sitt á undirskriftalistann.
"Sæl,
Mig langar að benda ykkur á vef sem tekur við nöfnum þeirra sem vilja skora á blaðamenn, ritstjórn og útgefenda DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Augljóslega kemur áskorunin til af því að forsíðufrétt blaðsins í gær sálaði sér í kjölfar birtingarinnar. Jafnframt eru eigendur og útgefendur blaðsins minntir á þá samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að gefa út fjölmiðil.
http://www.deiglan.com/askorun/Ég þekkti hann Gísla ágætlega. Hann var einn af frumherjum skipulögðra gönguferða á Hornströndum og ég fór með honum nokkrum sinnum. Gísli var fær penni og skrifaði margar af þeim leiðarlýsingum sem eru til td í ársritum Útvistar, með því bjó hann til margar af helstu og vinsælustu gönguleiðunum á þessu vinsæla göngusvæði. Hann fór líka nokkrum sinnum með hesta umsvæðið og kannaði möguleika á hestaleiðum.
Gísli lenti í því sem ungur sjóðmaður að hendi hans festist í línu og hendin slitnaði af honum. Á þeim tíma voru ekki til þyrlur eða að það væri morfín um borð í minni bátum. Það var bundið fyrir stúfinn og hann síðan bundin niður á þilfarið svo hann færi sér ekki að voða í sársaukanum það var svo 6 tíma sigling inn til Bolungarvíkur þar sem hann var alla tíð.
Hann var fjörgur og virkur penni, blaðamaður, gaf út bækur með söfnum af skemmtilegum sögum af samtímamönnum. Mikill jafnaðarmaður og tók þátt í þeim flokki. Það sem ég sá til hans á mínum Hornstrandaferðum benti nú til þess að "limaburður hans" væri ákaflega eðlilegur eins og sagt er og hann steig í vængin við konur. Gísli var gegnheill og heilsteyptur og góður félagi og frábær vinur.
Hafi DV fundið hjá sér þörf að fjalla um áburð þessara pilta hefði fréttin, svona miðað við mannlega og eðlilega "standarda", verið einhvern veginn svona á innsíðu:
Piltar saka heimakennara um kynferðilslega áreitni. Málið er í rannsókn.
Það að taka manninn af lífi með myndbirtingu og nafngreiningu á forsíðu, þar sem blaðið ásakar, kærir og dæmir í málinu án þess að hann fái að koma við vörnum eða um málið sé fjallað af rannsóknaraðilum áðir er ógeðfellt alveg sama hvernig á það er litið. Það segi ég algjörlega burtséð frá því hvort eitthvað sé til í áburði piltanna.
Uppsetning og val frétta DV hefur oft á tíðum borið einkenni rætinnar mannvonsku.
Bestu kveðjur - Guðmundur Gunnarsson"