miðvikudagur, janúar 18, 2006

Ég mæli með að fólk lesi Smáborgarann á bls. 38 í Blaðinu í dag.
Ég mæli líka með að fólk fari á heimasíðu Félags Tónlistarnema og setji nafn sitt á undirskriftalistann ef því finnst baráttan réttmæt.

Kaup dagsins er bók; 6,000+ Essential French Words. Nú verð ég að fara að taka frönskuna með trukki til að geta réttlætt þessi kaup.

10 Álit yðar:

At 18/1/06 17:41, Blogger Þarfagreinir said...

Barátta ykkar tónlistarnema er réttmæt, en mér finnst seilst of langt með því að tala um mismunun eftir búsetu ... aldursmismununin er skýr og lítt umdeilanleg, en ég tel réttlætanlegt að sveitarfélag niðurgreiði ekki nám fólks sem er ekki með lögheimili þar. Þetta er leiðinlegt og pirrandi, en er ekki brot á neinum grundvallarréttindum að mínu mati.

Hvað varðar mismunun eftir efnahag, þá er það því miður hluti af undirliggjandi þjóðfélagsskipan okkar að hinir efnameiri geta leyft sér ýmsan munað umfram aðra, þar með talið nám. Það er göfugt og gott að mótmæla slíku hvar sem það kemur fyrir, en ég held því miður að þar sé barist við marghöfða kvikindi sem tveir hausar vaxa á fyrir hvern þann sem höggvinn er af því.

 
At 18/1/06 18:37, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

Já, þú hefur kannski rétt fyrir þér. Reyndar er ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að sveitarfélög skuli greiða laun kennara og skólastjórnenda en nemendur (þ.e.a.s. skólagjöld nemenda) skuli greiða annan rekstur. Í raun skiptir það okkur ekki máli hvort það er ríkið eða sveitarfélög sem greiða fyrir laun kennara/tónlistarnám, en okkur þykir ótækt að sveitarfélög geti bara fríað sig skyndilega undan þessu án þess að fá ríkið til að taka við.

Ef til þess kemur að tónlistarnemar sem "komnir eru á aldur" fari að greiða full gjöld, þá myndi nemandi á grunnstigi greiða um 200 þús. fyrir veturinn, nemendur á mið- eða framhaldsstigi eitthvað um 3-400 þús. fyrir veturinn. Ansi strembið fyrir pyngjuna.

Hvorki framhaldsskólar né háskólar á Íslandi eru með þessar aldurs- eða búsetutakmarkanir.

 
At 18/1/06 20:38, Anonymous Nafnlaus said...

HR er að rukka 100 á Önn eða um 200 þús á ári í skólagjöld fyrir megnið af sínnu námi. Gjöldin geta þó í einstökum tilfellum verið lægri og jafnvel hærri.

 
At 19/1/06 00:29, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

Í "einkareknum" skólum eins og HR og LHÍ er samt sem áður um að ræða aðstöðu eins og bókasafn, tölvuaðgengi og vinnuaðstöðu. Ég veit reynar að Tónlistarskóli Hafnarfjarðar hefur ágætis nótnasafn á sínum snærum en í langflestum tilvikum er ekki um að ræða neitt nema 1-1,5 klst á viku hjá einkakennara og svo 1-3 klst í hóptímum í hliðargreinum hjá tónlistarskólanum. Maður má þakka fyrir ef skólinn býður upp á stól eða bekk á ganginum, en t.d. í Garðabæ er bara best að yfirgefa húsnæðið um leið og kennslustund er lokið.

 
At 19/1/06 00:30, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

... allavega held ég að HR hafi yfir einhverjum bókakosti að ráða.

 
At 19/1/06 18:03, Anonymous Nafnlaus said...

Jú rétt er það

 
At 19/1/06 19:27, Anonymous Nafnlaus said...

hæ HON... hvað þýðir að bísa myndum???

Miss U 2

 
At 19/1/06 22:23, Anonymous Nafnlaus said...

á ég að þora að kommenta hér fyrst að guðinn sjálfur hefur ritað hér fyrir ofan?
Ég ætti kannski bara að senda honum póst og ath hvaða skoðun ég eigi að hafa. Svona til að virðast ekki þessi manneskja sem hefur enga heila sellu í kollinum og þarf að kópera skoðanir annarra sem sínar eigin (eða var það ekki svona nokkurnveginn?)
Eg kem með skoðun mína á þessum undirskriftalista um leið og einhver segir mér hvað mér á að finnast....

kveðja Elín-sammála

 
At 20/1/06 17:01, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

Elín mín, látt'ekki svona. Þú getur bara hringt í mig og fengið upplýsingar um skoðanir þínar ;-) Annars máttu líka hafa sömu skoðanir og ég, ég kann ágætlega við þær.

 
At 21/1/06 00:09, Anonymous Nafnlaus said...

Já Grétan mín ég held það bara, ég fer að láta þig segja mér hvað ég held um alla hluti.... Þú segir mér það bara í blótinu á föstudaginn, ég kem þangað beint úr vinnunni og þá fæ ég að vita allt um skoðanir mínar á málefnum líðandi stundar.

P.S Babar, það að kalla aðra siðferðislausa og að þeir "trúi blint" af því að þeir deila ekki sömu skoðunum og þú sýnir bara að þú trúir því ekki að nokkur manneskja geti haft aðrar skoðanir en þú þrátt fyrir að hafa skoðað málið vel frá fleiri en einni hlið.

Elín-siðferðislaus að vanda

 

Skrifa ummæli

<< Home