miðvikudagur, janúar 11, 2006

Áskorun til DV

Fékk eftirfarandi sent í dag, finnst rétt að koma þessu áfram. Afritaður póstur er því settur hér í stað þess að fjöldasenda hann á fólk. Ég hvet fólk eindregið til að setja nafn sitt á undirskriftalistann.

"Sæl,
Mig langar að benda ykkur á vef sem tekur við nöfnum þeirra sem vilja skora á blaðamenn, ritstjórn og útgefenda DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Augljóslega kemur áskorunin til af því að forsíðufrétt blaðsins í gær sálaði sér í kjölfar birtingarinnar. Jafnframt eru eigendur og útgefendur blaðsins minntir á þá samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að gefa út fjölmiðil.

http://www.deiglan.com/askorun/

Ég þekkti hann Gísla ágætlega. Hann var einn af frumherjum skipulögðra gönguferða á Hornströndum og ég fór með honum nokkrum sinnum. Gísli var fær penni og skrifaði margar af þeim leiðarlýsingum sem eru til td í ársritum Útvistar, með því bjó hann til margar af helstu og vinsælustu gönguleiðunum á þessu vinsæla göngusvæði. Hann fór líka nokkrum sinnum með hesta umsvæðið og kannaði möguleika á hestaleiðum.

Gísli lenti í því sem ungur sjóðmaður að hendi hans festist í línu og hendin slitnaði af honum. Á þeim tíma voru ekki til þyrlur eða að það væri morfín um borð í minni bátum. Það var bundið fyrir stúfinn og hann síðan bundin niður á þilfarið svo hann færi sér ekki að voða í sársaukanum það var svo 6 tíma sigling inn til Bolungarvíkur þar sem hann var alla tíð.

Hann var fjörgur og virkur penni, blaðamaður, gaf út bækur með söfnum af skemmtilegum sögum af samtímamönnum. Mikill jafnaðarmaður og tók þátt í þeim flokki. Það sem ég sá til hans á mínum Hornstrandaferðum benti nú til þess að "limaburður hans" væri ákaflega eðlilegur eins og sagt er og hann steig í vængin við konur. Gísli var gegnheill og heilsteyptur og góður félagi og frábær vinur.

Hafi DV fundið hjá sér þörf að fjalla um áburð þessara pilta hefði fréttin, svona miðað við mannlega og eðlilega "standarda", verið einhvern veginn svona á innsíðu:
Piltar saka heimakennara um kynferðilslega áreitni. Málið er í rannsókn.

Það að taka manninn af lífi með myndbirtingu og nafngreiningu á forsíðu, þar sem blaðið ásakar, kærir og dæmir í málinu án þess að hann fái að koma við vörnum eða um málið sé fjallað af rannsóknaraðilum áðir er ógeðfellt alveg sama hvernig á það er litið. Það segi ég algjörlega burtséð frá því hvort eitthvað sé til í áburði piltanna.
Uppsetning og val frétta DV hefur oft á tíðum borið einkenni rætinnar mannvonsku.
Bestu kveðjur - Guðmundur Gunnarsson"

13 Álit yðar:

At 11/1/06 23:20, Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefi aldrei keypt þetta blað og mun örugglega aldrei gera, enda það eina sem dugar við slíkri sorp blaðamensku

 
At 14/1/06 05:24, Anonymous Nafnlaus said...

æji mér finnst nú samt óþarfi að allir séu að senda pósta um allan bæ þar sem segir hvað þessi níðingur þarna sé frábær og æðislegur og bla bla bla

Mér finnst karlinn bara hafa kosið auðveldu leiðina út, hann drap sig meira að segja áður en blaðið kom út. Hann vissi reyndar að það væri eitthvað fjölmiðladóterý í vændum. Ég held að hann hafi bara skammast sín og ekki þorað að taka afleiðingum gjörða sinna.

Allavega væri mér slétt sama ef að hinn frægi Steingrímur Njálsson myndi drepa sig og ég held að þessi karl hafi ekki verið mikið skárri

kv. Elín

 
At 14/1/06 05:25, Anonymous Nafnlaus said...

já og ég fíla DV, ætla ekki að skrifa undir
elín aftur

 
At 14/1/06 17:05, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

Fæstir eru nú illir í gegn, og auðvitað er það ekkert öruggt að þeir sem maður sjálfur upplifir sem "góða fólkið" eigi sér engar dekkri hliðar. En mér finnst bara svo hrottalega ósmekklegt hvernig þessu (sem og mööööörgu öðru) var slegið upp hjá DV. Ég held að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá mörgum. Persónulega hef ég ekki fílað DV í um hálft annað ár.

 
At 15/1/06 00:05, Anonymous Nafnlaus said...

Elín
Maðurinn tók líf sitt eftir að DV kom út, þessar ásakanir hafa ekki verið sannaðar.

Og er það nákvæmlega þess vegna sem DV er svona slæmt, að fólk eins og þú trúir því sem þar kemur framm allveg blint.

Ekki þekki ég þetta tiltekna mál hvort hann var sekur eður ei og mun ekki dæma mannin enda var það verk dómstóla en ekki okkar.

Ég þekki reyndar fleiri en eitt dæmi þar sem DV var með fyrirsögn og myndbirtingar vegnanauðgunarmála þar sem upplognar sakir voru settar fram og eiga þeir einstaklingar en í dag í vandræðum í samfélaginu vegna upplognra forsíðufrétta.

 
At 15/1/06 04:59, Anonymous Nafnlaus said...

trúðu mér.... það er alls ekkert blint sem ég trúi á þessar ásakanir! Ég veit að þessir strákar voru ekki að ljúga, þeir hafa gengið í gegnum helvíti útaf þessum karli þannig að vert þú ekkert að koma með svona alhæfingu að enginn geti hafa gert upp hug sinn eftir sinni sannfæringu en ekki DV.

og p.s. karlinn var búinn að drepa sig áður en DV kom út.... hann vissi bara að það myndi verða fjölmiðlaumfjöllun, hann vissi aftur á móti ekkert hvernig greinin yrði... eins og ég sagði áður þá kaus hann bara að takast ekki á við þetta.

Annars var kommentið mitt um að ég fílaði DV að mestu grín, það er samt satt að ég skrifaði ekki undir þetta plagg enda þoli ég ekki svona múgæsing sem hefur skapast þar sem allir eiga að skíta út DV og elska "meinta" barnaníðinginn.... Ég ber meiri virðingu fyrir fórnarlömbum mannsins heldur en öðrum í þessu máli!!!!!

Elín-pirruð

 
At 15/1/06 23:28, Anonymous Nafnlaus said...

Elín það eina sem ég veit um þetta tiltekna mál er hvenær maðurinn svipti sig lífi. og trúðu mér það var eftir að DV kom út.

Og ég þekki vel hvernig DV starfaði og þess vegna er það allveg öruggt að þeir sem dæma eftir DV trúa blint. það má vel vera að þú vitir eitthvað annað um þetta mál en stendur í DV en þú ert samt ekki í dómarasæti. svo vertu bara áfram pirruð.

ég skrifaði undir listan það kom ekki þessu eina máli við heldur því að DV hefur margsinnis dæmt saklausa sem seka án dóms og laga slíkt er ekki gert í siðmentuðu samfélagi, við brennum ekki nornir lengur í siðuðum heimi en það er það sem DV hefur verið að gera. fórnarlömbunum er engin greiði gerður með svona skrifum heldur og tel ég að með því að hafa skrifað undir hafi ég allveg ensi verið að styðja við bakið á fórnarlömbunum eins og að vernda siðferði samfélagsins.

Svo blessuð vertu bara pirruð og siðferðislaus áfram.

P.s
Kynferðisglæpir eru ógeðslegir og mætti allveg athuga að herða viðurlög við þeim, en það er eitthvað sem löggjafarþingið ætti að gera en ekki DV

bestu kveðjur Babar

 
At 16/1/06 14:51, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

ÞAÐ MÁ EKKI BÖGGA ELÍNU FRÆNKU MÍNA!!!! Mér er sama hver þú ert, Babar, það gildir líka um þig!

 
At 16/1/06 19:08, Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist hún nú vera full fær um að svara fyrir sig blessuð frænkan :o)

 
At 16/1/06 21:30, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

"Svo blessuð vertu bara pirruð og siðferðislaus áfram."
SVONA STÆLAR fara í taugarnar á mér!

 
At 16/1/06 22:08, Anonymous Nafnlaus said...

" sem allir eiga að skíta út DV og elska "meinta" barnaníðinginn...."

Ég var nú bara að svara þessum ummælum

 
At 18/1/06 20:41, Anonymous Nafnlaus said...

En auðvitað á ég að hafa vit á því að passa hvað ég segi um aðra á síðum annara, óháð hvað sagt er um mig og aðra.
Og bið ég þig Hlúnkur því afsökunar á að hafa viðhaft þessi ummæli hér á þinni síðu.

Kveðja
Babar

 
At 19/1/06 22:18, Anonymous Nafnlaus said...

vóóó babar talandi um að vera heimskur og þröngsýnn sjálfur.... af hverju er ég siðferðislaus af því að ég skil þennan múgæsing sem það að eiga að skíta út DV og elska "meinta" barnaníðinginn? þú skilur það greinilega eitthvað öðruvísi og því setur þú þig í dómarasætið og dæmir alla sem hafa ekki sömu skoðun og þú hefur. úff talandi um að skíta í brækurnar hehehe.... útskýrðu allavega fyrir mér hvað múgæsingurinn snérist um ef það var eitthvað vitlaust hjá mér

P.s. skrifaðu þá allavega undir nafni þannig að við getum spjallað áfram á þinni síðu, þetta er bloggsíðan hennar grétu litlu
Elín-ofurviti

 

Skrifa ummæli

<< Home