þriðjudagur, janúar 24, 2006

Spörningar, spörningar. Lífið er ejn stór spörning.
En lífið er líka leikur. Og til að sameina þetta tvennt er hér hinn stórskemmtilegi spörningaleikur sem nú gengur aftur um netið og sameinar alla aldurshópa - brjálað fjölskyldufjör! Ekki missa af því!
Reyndar er mín afsökun fyrir þessari eftirhermu sú að ég asnaðist til að svara spuningum hjá Litla Laufblaðinu og játaði það víst á mig að setja þetta á bloggið mitt, hvort sem hún mun svo skrifa um mig eður ei.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin(n) af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

4 Álit yðar:

At 24/1/06 14:42, Anonymous Nafnlaus said...

1. Andrea :-)
2. Ó já. Og þú sleppur ekkert!
3. Á tunglfundi hjá Ásatrúarfélaginu.
4. Já, mjög hrifin meira að segja. Eiginlega hægt að segja að ég elski þig út af lífinu!
5. Já, kyssa og knúsa fyrir að hugsa eins og ég.
6. Gréta rokk... því þú rokkar feitt :-)
7. Hugsandi.
8. Hélt að þú værir algjör villingur vegna hársins, eyrnalokkana og attitúdsins.
9. Já :-þ En samt veit ég líka að þú ert ljúf, skemmtileg og gáfuð.
10. Umræður, bréfaskriftir, ásatrú, reykelsi og ský.
11. Reikistjörnu með þínu nafni.
12. Mjög vel ;-)
13. Hmmm... ég og dagsetningar. 5. janúar held ég alveg 99.9%
14. Nei. Ég hef sagt þér allt.
15. Já, ég er farin að hallast að því :-)

 
At 24/1/06 16:43, Blogger Erla said...

1. Nú Litla Laufblaðið auðvitað
2. Jájá, allavegana kunningjar
3. Sko, þú segir að það hafi verið í afmælinu hennar Tigru...þó ég muni ekkert eftir því,þá skal ég trúa því og segja það sama :)
4. Bara svona platónískt, ekkert sexjúalt í gangi. Fín stelpa :)
5. Nei nei, ég hef það gott.
6. Hans. Held að það skýri sig sjálft.
7. Þenkjandi.
8. Bara ákaflega vel :) Allavegana í það fyrsta skipti sem ég man eftir að hafa séð þig ;)
9. Já auðvitað. Engin ástæða til annars.
10. Lúðrasveitir.
11. Eina ósk.
12. Bara svona milli vel myndi ég segja.
13. Hva...var það ekki fyrir jólin einhverntíman á Hressó líkast til.
14. Neibb.
15. Heldurðu að ég sé ekki bara einu skrefi á undan þessari spurningu!

 
At 25/1/06 13:10, Blogger Þarfagreinir said...

1. Þarfagreinir.
2. Já, mér finnst það a.m.k.
3. Í afmæli Tigru og Heiðglyrnis, á Grand Rokk.
4. Ekkert hrikalega.
5. Sama og nr. 4.
6. Gréta gáta ... það stuðlar og svo ertu dálítil ráðgáta.
7. Dul.
8. Ágætlega. Mér fannst þú klár og viðkunnaleg.
9. Að mestu ... þú ert samt mun einrænni en mig gunaði.
10. Þetta, meðal margs annars.
11. Uppfyllingu drauma þinna.
12. Ágætlega, en þó verr en ég myndi kjósa.
13. Mér reiknast svo til að það hafi verið fyrir nákvæmlega þremur vikum.
14. Já.
15. Búinn að því fyrir löngu maður.

 
At 22/1/18 05:00, Blogger Unknown said...

There are times when I find it difficult to make decisions, but still have to do. I know people always have emotions so that there is no justice. But I still hope. http://run3play.com

 

Skrifa ummæli

<< Home