föstudagur, febrúar 03, 2006

Auglýsingar

Hjá undirskrifuðum er til sölu ,,Leiðarvísir til að þekkja Einkenni á mjólkurkúm með 69 myndum.'' Kostar í bandi 40 sk. Rit þetta er þýðt úr danskri bók sem gefin var út í annað sinn 1849, en þær útgáfur báðar voru að mestu þýðing af franskri bók eptir þann alkunna kúafræðing Genon á Frakklandi.
J. J. Borgfirðingur. Friðbjörn Steinsson.

Svo var auglýst í tímaritinu Norðri þann 19. nóvember 1859

2 Álit yðar:

At 3/2/06 18:09, Blogger Þarfagreinir said...

Já, er þetta eftir Ganon, þann mikla fræðimann og mektarmenni? Þá líst mér ágætlega á gripinn, og tel að fé mínu væri vel í bók þessa varið. Ætli hún sé enn föl?

 
At 4/2/06 01:01, Blogger Hlúnkur-Skúnkur said...

Mögulega. Ég myndi bara tékka á þessum Friðbirni sem skrifar undir auglýsinguna. Hann er áreiðanlega að finna í símaskránni eða kirkjubókum. Og 40 skildingar, spottprís!

 

Skrifa ummæli

<< Home