einu sinni var...
9. febrúar
Vöruverð hjá Sig. Pálmasyni
Rúgmjöl 0/50 pr. kg.
1/1 Riis 1/05 pr. kg.
Melis kg 1/35
Strausykur 1/25 pr. kg.
10. febrúar
Fréttist um verð á vörum hjá Kf. Húnvetninga Blönduósi
Rúgmjöl 0/50 pr. kg.
Haframjöl 0/75 pr. kg.
Hveiti 0/94 pr. kg.
1/1 Riis 0/74 pr. kg.
Kaffi 2/65. Sykur með sama verði og hjer.
Veðrið : Sunnan hlýnindi. Hægð. Auð jörð.
Einnig er fært inn laugardaginn 6. maí :
Almennur hreppsfundur á Hvammstanga til að ráðstafa ómögum
- og skrafa um fleira -
Svo reit hann afi minn, kaupfélagsstjórinn, í dagbókina sína árið 1922.
2 Álit yðar:
Ætli þetta hafi ekki verið mest spennandi fréttirnar á þessum tíma. Vöruverð og veður :o)
Nei, það koma fleiri skemmtilegar færslur síðar, í apríl, þegar tekin er inn ný sending af vörum og fólk ryðst um hvert annað til að ná í skammtinn sinn. Ég greip bara niður í dagbókina af hendingu og þetta tvennt varð á vegi mínum.
Skrifa ummæli
<< Home