Júrassic-sýn
Mikið hefur verið skrifað og skrafað um lag Silvíu Nætur sem "lak" á netið og spurning hvort það lag eigi að fá að halda áfram í forkeppni.
Auðvitað eiga sömu reglur og viðbrögð að gilda um alla keppendur, og það er vitað mál að svona lög vinna á við 2. eða 3. hlustun svo Silvía hefur fengið svínslegt forskot á aðra. Eeeeen. Lagið er fyndið. Lagið er brandari. Mér finnst að við ættum að hafa það yfirlýsta stefnu okkar [Íslendinga] að senda furðulög til Júróvisjónþátttöku í allavega annað hvert skipti. Skítt með það þó við komust ekki á "Topp 25", ég held að við fengjum miklu meiri athygli út á svona grín en einhverjar hálf-glataðar tilraunir til sigurs hverju sinni. Því aftur og aftur sendum við út hálfvolg lög sem stefna á það eitt að vekja athygli margra milljóna án þess að vera almennilega "íslensk" eða sérstæð að neinu leiti. Þjóðarsálin er kaldhæðin og aðhlægin. Af hverju ekki að gera út á það? Hverjum er ekki sama þó við vinnum ekki, hvar ættum við svosem að halda keppnina? Af hverju ekki að skapa okkur orðstír sem skemmtilegt og fríkað þjóðarbrot í fjarska? Gerum út á Íslendinga sem áhugavert skoðunarefni. Safaríferð?!? Stærsti dýragarður Evrópu?! Nei, komdu frekar til Íslands og fylgstu með Íslendingum í sínu náttúrulega umhverfi!!
Við höfum ræktað hæfileikafólk á óskaplega mörgum sviðum og höfum skapað okkur orðstír sem vel lesin, skapandi og dugleg þjóð, mun það eitthvað gera fyrir þjóðarstoltið að hafa eina Júróvisjónkeppni í ferilskránni? Meðaleinkunin okkar er hvort eð er ekki svo glæsileg.
5 Álit yðar:
Mikið svakalega er ég sammála þessu. Mér finnst fáránlegt hversu alvarlega 'við' tökum þessari keppni alltaf ... eins og árangur í henni hafi eitthvað að segja. Margar þjóðir hafa stundum komið með mjög fyndin og sérstök innlegg í keppnina, og það eru þau sem ég man best eftir. En neeei - ekki Íslendingar. Við ætlum sko að vinna þetta, eða að minnsta kosti að komast eins hátt og við getum.
Það sorglegasta við þetta allt saman er síðan að framlög okkar eru alltaf algjörlega steingeld og formúlukennd - og gengi þeirra er ótrúlega misjafnt. Og auðvitað verður það að vera á ensku; það er ekki hægt að vinna þetta öðruvísi.
Fussumsvei. Plebbismi og afturkreistingsháttur. Sendum Sylvíu Nótt í keppnina og höfum gaman af henni svona einu sinni.
Sammála - Ég set X-ið fyrir framan Silvíu Nótt :o)
það væri svo gaman að senda svona einu sinni lag með húmor sem enginn skilur nema Íslendingar.
Mér nægir ekki eitt skipti. Ef svo væri, þá værum við búin með það, með framlagi Páls Óskars '97; Minn hinsti dans. Það skildi það heldur enginn í Evróvision, en við fengum töluverða jákvæða athygli út á það utan hennar.
mer finnst samt lagið sem regína syngur svo geggjað flott
kv.Irma
Já, mér finnst það reyndar líka.
Skrifa ummæli
<< Home