föstudagur, febrúar 10, 2006

lengstu orðin

Í Heimsmetabók Guinness [fyrir árið] 2006 má finna dæmi um lengstu orð í heimi. Þar er ekki að finna okkar margsagða Vaðlaheiðivegavinnu... / Holtavörðuheiðivegavinnu... en hinsvegar mátti sjá orð á borð við :
Kinderkarnavalsoptochtvoorbereidingswerkzaamheden (hollenska, 49 stafir) = forvarnaraðgerðir vegna kjötkveðjuhátíðarskrúðgöngu barna.
Ætli það sé oft notað? Eða þetta?
Nordöstersjökustartilleriflygspaningssimulatoranläggningsmateriel- underhållsuppföljningssystemdiskussionläggsförberedelse- arbeten (sænska, 130 stafir) = Undirbúningsvinnuframlag fyrir umræður um um viðhaldskerfi til stuðnings við efni könnunarflugstækis stórskotaliðsins við norðausturhluta Eystrasaltsstranda.

Annar gullmoli; í bókinni Ripley's Believe It or Not! - 29th series (útg. 1978) má sjá orðið
NOOWOMANTAMOOONKAUUNONNASH, sem á tungumáli Algonquin-Indíána þýðir ást. Væntanlega eitt lengsta orðið með styztu þýðinguna, en orðið með lengstu þýðinguna (miðað við lengd orðsins sjálfs) er mögulega MAMIHLAPINATAPAI = horfandi hvort á annað, hvort um sig vonandi að hitt geri eitthvað sem bæði þrá en vilja helst ekki gera (fuegíska, töluð í Argentínu og Chile). (Síðasta orðið gróf ég einhversstaðar upp þegar ég var 15-16 ára, Kristín hefur það mögulega í fórum sínum líka)

2 Álit yðar:

At 10/2/06 14:52, Blogger Þarfagreinir said...

Haha - ég man eftir þessu síðasta úr gamallri heimsmetabók ... þessari með Jóni Páli á forsíðunni. Þú hefur án efa gluggað í þeirri sömu.

Annars finnst mér langar samsetningar á þýsku alltaf langskondnastar, enda er þýska skondið mál að grunninum til. Hvað er til dæmis fyndara en Verantwortungszuständigkeiten eða Rolltreppenbenutzungshinweise?

 
At 13/2/06 14:42, Anonymous Nafnlaus said...

Uppáhaldið mitt er samt langa nafnið á litla velska þorpinu:

Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch

Bætið við .co.uk og þá eruð þið komin á eitt af lengstu domain-nöfnum í heimi. Já og þar eru margar skemmtilegar upplýsingar um þorpið.

Ein sagan sem ég heyrði einhverntímann var að þorpið væri svo lítið að skiltið með nafninu náði út fyrir bæinn, báðum megin, á lestarstöðinni. Sel það ekki dýrar en ég keypti það.

 

Skrifa ummæli

<< Home