mánudagur, febrúar 13, 2006

Ojæja. Kannski var ég of dómhörð í gær og einblíndi staðbundið á mótmælin í stað þess að horfa á þau í heild (skoðanir mínar þessa stund litast af dagblaðalestri). En ég bara hrekk í einhvern gír þegar mér finnst fólk vera setja sjálft sig á hærri hest en samferðafólk þess. Kannski er þetta fólk ekkert að setja sig á hærri hest en ég, eða kannski áttar það sig ekki á því að það særir mig þegar mér finnst vera talað niður til mín eða í umvöndunartón við mig, fullorðna manneskjuna. En hvort sem ég hef rétt eða rangt fyrir mér, þá verð ég eiginlega bara að fá að vera dómhörð og pústa út mínum pirringi, og fá þá frekar mótrök í staðinn. Og hananú.

Þetta voru morgunþankar eftir allt of lítinn nætursvefn, og síðdegið mun leiða [mér] í ljós hvort ég er algjörlega úti á grein með þessa færslu.

5 Álit yðar:

At 13/2/06 12:54, Blogger Þarfagreinir said...

Hmm - þetta er nú bara hin prýðilegasta færsla, ágætlega rökstudd og svo framvegis. Og það er gott og gaman að dæma við og við.

 
At 14/2/06 07:41, Anonymous Nafnlaus said...

Æi mér leiðist þetta múslima-/danmerkurmál....

 
At 16/2/06 18:32, Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða mótmæli???

-Spyr sú sem býr í útlöndum og fylgist ekki með af því hún hefur ekki tíma til þess út af skólanum!!!

 
At 17/2/06 07:36, Anonymous Nafnlaus said...

Ofannefnd býr greinilega ekki í útlandinu Danmörku. Shit, hvað ég er komin með mikið leið á þessu Múhameðs-máli. En það er nú aðeins farið að víkja fyrir fuglaflensunni.

"Vei!"

 
At 17/2/06 10:02, Blogger Hveðrungur Björnsson said...

This is why my great great grandfather should have spoken Icelandic to my great grandfather and kept the language and naming customs alive when they came to Canada from Iceland.... id be able to reply with something better than "Hello! My name is Mud."

 

Skrifa ummæli

<< Home